Veist þú hvað orðið “næring” þýðir?

Hvað hugsar þú þegar þú heyrir orðið næring? Þegar ég var yngri hélt ég að það væri bara annað orð yfir matur, ekkert nákvæmara en það.

Þegar þú leitar upp orðinu “næring” í orðabókinni þá kemur þetta upp:

Á myndinni fyrir ofan sjáið þið að ég hafði ekki alveg rangt fyrir mér, þið sjáið í lið númer tvö að það þýðir líka matur. En það þýðir meira en það, þetta orð er tekið af sagnorðinu að næra einhvern. Í öðrum orðum þýðir orðið að borða mat eða vera mataður.

Næring er stórt orð þegar á er horft af atvinnufólki. Það er svo miklu meira í orðinu en “bara” epli eða ferna af mjólk. Margir hugsa ekkert nákvæmlega um það sem það lætur ofan í sig, svo fremur sem það smakkast vel. Sérstaklega börn, þau velja sér frekar mat sem er gómsætur í staðinn fyrir mat sem er kannski bragðminni og hollari.

Hér á síðunni ætla ég að fara meira í allar tegundir af mat, vítamínum, bætiefnum og svo miklu meira til að hjálpa ykkur að safna meiri þekkingu yfir það sem þú og þínir eru að setja í líkamann sinn. Einnig um ég tala um hugmyndir og leiðir til að fá börnin ykkar til að borða meira af hollari, litríkari mat í staðinn fyrir sætindi.

Ég og fjölskyldan mín erum í augnablikinu í átaki sem við köllum #SykurlausSeptember, það hefur verið soldið erfitt fyrir strákinn okkar sem er 5 ára að skilja afhverju við borðum ekki sykurríkan mat. En hann er orðinn mjög vakandi yfir því, hvað inniheldur sykur og hvað ekki. Hann er að verða meira athugull yfir því sem hann er að borða og spyr reglulega spurninga um næringu og mataræði. Hann hefur einnig verið að koma með fleiri átök tengd næringu sem við munum alveg pottétt fara í á næstu mánuðum.

Ég vona að þið yndislega fólk eigið frábæra helgi og ég get ekki beðið eftir að tala um andlega heilsu næstu helgi. Ég er í augnablikinu að kynna aðal efnin mín í stuttu máli og síðan gröfum við dýpra.

Photo by Trang Doan on Pexels.com

Ef það eru einhverjar spurningar eða hugmyndir á efni eða hreinlega hvað sem er getið þið haft samband við mig í tölvupósti @: familylifestylehera@gmail.com

Leave a comment